Fjárfestingayfirlit

Við leitum eftir fjárfestingum í heilbrigðisvísindum, líftækni og náttúrulegum snyrtivörum. 

 

Stefna

Óskað er eftir því að áhugasamir sendi inn viðskiptaáætlun ásamt ítarlegri ferilskrá allra stjórnenda og frumkvöðla. Því næst er fundað með frumkvöðlum og leitast eftir því að finna samlegðaráhrif  meðal aðila. Lögð er áhersla á vinnusiðferði, heiðarleika, fyrri sögu, sköpunarkraft, reynslu og afköst. Silfurberg hefur sérstakan áhuga á: 

  • Hnitmiðuðum, einbeittum og hæfum hópi sem er tilbúinn til að fara með fyrirtæki fram á við og alla leið til sigurs. 
  • Fyrirtæki sem myndi verja stöðu sína á markaði þegar það hefur verið stofnað. 

Silfurberg fylgir fjárfestingum sínum eftir og er virkur þátttakandi í þeim fyrirtækjum sem fjárfest er í. Ávallt er leitast við að auka virði fjárfestinga eins og kostur er.