Um okkur

Friðrik Steinn Kristjánsson
Forstjóri
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friðrik Steinn Kristjánsson er með yfir 25 ára reynslu í lyfjaiðnaði. Hann lauk prófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðiskólanum í Kaupmannahöfn árið 1985 og vann eftir það í samheitalyfjaiðnaði þar til hann stofnaði Omega Farma árið 1990. Hann var forstjóri Omega Farma þar til fyrirækið var selt til Actavis árið 2002. Árið 2004 stofnaði hann Invent Farma (www.invent.is) og er Silfurberg þar stærsti hluthafinn. Árið 2005 keypti Invent Farma lyfjaverksmiðjurnar Laboratorios Lesvi og Inke í Barselóna. Árið 2016 var Invent Farma selt till Apax partners og er nú hluti af lyfjafyrirtækinu Neuraxpharm.


Ingibjörg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Listasjóðs Silfurbergs. Hún lærði myndlist og tengd fræði við Myndlista og Handíðaskólann í Reykjavík, Instituto Nacional de Bellas Artes, San Miguel de Allende, Mexikó og KADK Kaupmannahöfn. Ingibjörg hefur starfað sem myndlistarmaður og sýningarstjóri á Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum ásamt því að kenna myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún er stofnandi BERG Contemporary sem er alþjóðlegt gallerí staðsett í Reykjavík.


Kristinn Pálmason, fjármálastjóri Silfurbergs hóf störf í byrjun árs 2018 en áður vann hann náið með eigendum Silfurbergs í stjórn Invent Farma á Spáni (nú Neuraxpharm). Kristinn hefur víðtæka alþjóðlega reynslu af stjórnun fyrirtækja og yfir 17 ára reynslu á fjármálamarkaði. Hann var lykilstarfsmaður í Framtakssjóði Íslands þar sem hann starfaði við fjárfestingastjórnun frá yfirtöku sjóðsins á fjárfestingarfélaginu Vestia árið 2010. Áður starfaði Kristinn sem sérfræðingur hjá Landsbanka Íslands m.a. við fyrirtækjaráðgjöf vegna samruna- og yfirtaka fyrirtækja og við sambankalán í London frá árinu 2002. Kristinn hefur sinnt stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir fyrirtæki af fjölbreyttum toga m.a. Invent Farma á Spáni, Icelandic Group, Seachill í Bretlandi, Gadus í Belgíu, Medicopack í Danmörku, Promens Group, N1, Parlogis, Húsasmiðjan, Plastprent, Advania og Vodafone á Íslandi. Kristinn er með MSc í Fjármálum Fyrirtækja og BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.


Áshildur Friðriksdóttir er stofnandi Berg energy ventures, dótturfélag Silfurbergs sem er staðsett í Norður-Kaliforníu. Dótturfélagið leggur áherslu á fjárfestingar í tækni- og endurnýjanlegri orku. Áshildur er með B.Sc. í Rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið í þverfaglegum rannsóknarverkefnum í Caltech og UC Santa Barbara.